fbpx

Áreiðanleg flotastýring í 15 ár

Arctic Track flotastýringalausnin er hönnuð til að einfalda og bæta stjórnun bílaflotans þíns. Með rauntímayfirsýn, ítarlegum skýrslum og sveigjanlegum eiginleikum færðu fullkomna stjórn á flotanum. Hvort sem um er að ræða staðsetningu, hitastigseftirlit eða þjónustustjórnun, þá er Arctic Track lausnin sem tryggir skilvirkan og áreiðanlegan rekstur í öllum aðstæðum.

Engin vandamál – bara lausnir!

Arctic Track hefur áralanga reynslu í rekstri flotastýringakerfa. Skoðaðu úrval lausna og fáðu tilboð fyrir þinn flota.

Við leggjum mikla áherslu á að flotastýring Arctic Track nýtist viðskiptavinum okkar sem best. Þess vegna er Flotastjóri AT í stöðugri þróun og nýjar lausnir bætast við reglulega sem miða allar að því að gera rekstur flota þín skilvirkari.

Rauntímayfirlit

Fáðu skýra yfirsýn yfir staðsetningu og stöðu bílaflotans í rauntíma.

Samþætting

Flotastjóri AT getur auðveldlega tengst við önnur verkfæri og kerfi viðskiptavina sem stuðla að skilvirkum vinnuferlum og auknu rekstrarhagræði.

Skýrslur

Búðu til ítarlegar skýrslur til að greina frammistöðu flotans og hámarka árangur. 

Geozone og POI

Skilgreindu sérsniðin landfræðileg svæði og viðkomustaði og fáðu tilkynningar þegar ökutæki fara inn á þau svæði eða út frá þeim.

Tækjavöktun

Vaktaðu mikilvægan búnað eins og verkfæri, kerrur, gáma, trailera, vagna og hvað sem er með Flotastjóra AT.

Atvik

Sjálfvirkar tilkynningar um mikilvæg atvik svo þú getur brugðist hratt við.

Lögboðin gögn

Með Flotastjóra AT getur þú sótt lögboðin gögn af ökuritakorti og hlaðið niður gögnum af ökuritanum sem og öðrum rauntímaupplýsingum beint í gegnum Flotastjóra AT.

RFID

Flotastjóri AT býður upp á lausn þar sem starfsmenn geta notað starfsmannakort til að skrá sig á ökutæki sem einfaldar utanumhald flotans.

Þjónustubók

Allt viðhald flotans á einum stað.

Kæli- og rakavöktun

Fylgstu með og haltu við réttu hita- og rakastigi fyrir viðkvæman farm, húsnæði, vörur o.fl. í rauntíma.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Við höfum átt mjög góða reynslu af Arctic Track. Þeir veita bæði lausnamiðaða og skilvirka þjónustu.

GPS staðsetningarnar eru mjög nákvæmar, sem gerir vöruna þeirra áreiðanlega og auðveldar notkun.

 

Það virðist sem ekkert verkefni sé of flókið fyrir þá og allt hefur verið klárað án vandræða.


Verðin eru samkeppnishæf og varan sjálf stenst allar væntingar.


Við hjá KONVIN erum mjög ánægð með heildar upplifunina og mælum hiklaust með þeim.

Börkur Óðinn

Managing Director - Konvin

Notendavænt kerfi.

Fagleg og góð þjónusta!

Arnar Hlynur

Flotastjóri - Dominos

Góð þjónusta og viðmót.

Bjarni Baldvinsson

Þjónustu- og rekstrarstjóri - KONE

Caren bílaleigukerfi

Flotastjóri AT getur tengst beint við Caren bílaleigukerfið sem gerir bílaleigum kleift að samræma stjórnun bílaflotans og leiguferla á einum stað. Með rauntímagögnum, sjálfvirkum skýrslum og fullkominni yfirsýn sparar þú tíma og eykur skilvirkni í rekstri.

Ótal möguleikar

Hvort sem þú þarft einfaldan búnað fyrir ökutæki eða sérhæfðan búnað fyrir flóknari lausnir, þá höfum við það sem þú þarft til að tryggja áreiðanlega og nákvæma eftirfylgni.

Öflugt samstarf

Samstarf Arctic Track og Securitas veitir framúrskarandi lausnir fyrir öryggi og stjórnun bílaflota. Sameinuð sérfræðiþekking okkar tryggir viðskiptavinum hámarks skilvirkni og áreiðanleika.

Hafa samband

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.