fbpx

Flotastjóri AT

Flotastjórinn býður upp á fjölbreytta möguleika sem auðvelda og bæta stjórnun ökutækja, tækja, kæli- og rakavöktunar. Með lausninni getur þú fylgst með staðsetningu ökutækja í rauntíma, fengið tilkynningar um atvik og óvenjulegar aðstæður og skipulagt viðhald til að tryggja áreiðanleika flotans. Lausnin gerir þér kleift að fylgjast með hita- og rakastigi fyrir viðkvæman farm, húsnæði, vörur o.fl., nýta landfræðileg svæði fyrir sjálfvirkar viðvaranir og samræma vinnuferla með samþættingum við önnur kerfi viðskiptavina okkar. Að auki er hægt að útbúa ítarlegar skýrslur til að greina gögn og bæta rekstur. Flotastjóri AT veitir þér fullkomna yfirsýn, aukið öryggi og hámarks skilvirkni fyrir þinn rekstur.

Hefðbundin flotastýring – bara betri

  • Staðsetning allra ökutækja í rauntíma.
  • Tilkynningar um atvik og óvenjulegar aðstæður.
  • Sérsniðin viðmót hvers notanda.
  • Nákvæm aðgangsstýring.
  • Landfræðileg svæði (Geozone) og viðkomustaðir (Place of Interest) 
  • Hefðbundnar- og sérsniðnar skýrslur.

Tækjavöktun

Flotastjóri AT gerir viðskiptavinum ekki aðeins kleift að fylgjast með ökutækjum heldur einnig hvers kyns búnaði. Hvort sem um er að ræða vinnuvélar, tæki, gáma, kerrur, vagna og annað búnað þá tryggir Flotastjóri AT fullkomna yfirsýn og stýringu á einum stað

Z

Lögboðnir ökuritar

Flotastjóri AT gerir viðskiptavinum kleift að hlaða niður lögboðnum ökuritagögnum beint úr viðmóti Flotastjórans. Flotastjóri AT notar einnig rauntímagögn beint úr lögboðna ritanum svo hægt sé að fylgjast með akstri atvinnubifreiða og tryggja reglufylgni á einfaldan og skilvirkan hátt.

Kæli- og rakavöktun

Flotastjóri AT gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með hita- og rakastigi í rauntíma og býður upp á sérhæfða hitaskynjara fyrir matvæli. Lausnin tryggir að varan sé flutt við rétt hitastig og uppfyllir allar kröfur um öryggi og gæði.

Samþættingar

Flotastjóri AT er hannaður til að aðlagast þörfum viðskiptavina og getur talað beint við hugbúnaðarkerfi þeirra. Með Flotastjóra AT nærðu að samræma vinnuferla og hámarka skilvirkni í rekstri.

Þjónustubók

Flotastjóri AT býður viðskiptavinum upp á alhliða viðhaldskerfi fyrir bílaflotann sinn. Með lausninni er hægt að skipuleggja og fylgjast með öllum viðhaldsaðgerðum, fá áminningar um komandi viðhald og tryggja að ökutækin séu ávallt í besta ástandi. Með þjónustubókinni má auka áreiðanleika, lengja líftíma og ná sem bestri nýtingu út úr flotanum.

Hafa samband

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.