Arctic Track er leiðandi í flotastýringu og hefur lausnin þjónað hópi viðskiptavina allt frá árinu 2012. Um tíma var Arctic Track lausnin hluti af flotastjórnun Securitas hf. eða til ársins 2023 þegar Arctic Track ehf. var stofnað. Forsvarsmenn félagsins hafa skýra framtíðarsýn um notkun og þróun á lausninni og búa yfir áralangri reynslu af rekstri flotastýringar, ökurita og annarri tengdri þjónustu.
Sem fyrirtæki leggjum við ríka áherslu á góða þjónustu og hátt þjónustustig. Eins horfum við til framtíðar og viljum stuðla að áframhaldandi þróun lausnarinnar sem nýtist bæði núverandi og nýjum viðskiptavinum flotastýringar.
Flotastýring Arctic Track sameinar fjölda aðgerða sem gera rekstur ökutækja hagkvæmari og auðveldari. Með flotastýringunni færðu fullkomna yfirsýn yfir staðsetningu ökutækja í rauntíma auk þess að geta vaktað og verið með yfirlit yfir allan viðhaldskostnað á einum stað. Flotastýring Arctic Track hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja og lausnin okkar getur tengst öðrum viðskiptahugbúnaði og upplýsingakerfi viðskiptavinar ef slíkur búnaður og kerfi er opinn fyrir því.
Við setjum viðskiptavini okkar ávallt í fyrsta sæti og erum sannfærðir um að flotastýring Arctic Track einfaldi líf okkar viðskiptavina við stýringu síns flota og bjóði upp á betri yfirsýn og hagkvæmni í rekstri.
Þinn hagur eru okkar markmið.